Juventus er á eftir Sandro Tonali, miðjumanni Newcastle, samkvæmt ítölskum miðlum.
Ítalska stórveldið er sagt vilja endurbyggja liðið sitt, sem hefur ekki staðist væntingar undanfarin ár.
Tonali þekkir ítalska boltann vel eftir veru hjá AC Milan og Brescia og gæti því reynst frábær kostur fyrir Juventus.
Liðið er í hörkubaráttu um að ná Meistaradeildarsæti á Ítalíu og þarf að takast það til að fá Tonali samkvæmt fréttunum frá Ítalíu.
Tonali gekk í raðir Newcastle frá Milan fyrir síðustu leiktíð en var eftirminnilega mest megnis frá í fyrra vegna banns sem hann fór í sökum brota á veðmálareglum.
Hann hefur spilað 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en er sagður opinn fyrir því að fara aftur til Ítalíu.