Antony, leikmaður Real Betis á Spáni, er algengt umræðuefni þessa dagana en hann kom til félagsins í janúar.
Antony stóðst alls ekki væntingar hjá liði Manchester United og var lánaður til Betis út tímabilið.
Antony hefur byrjað virkilega vel með sínu nýja liði og lagði upp í 2-1 sigri á Getafe í gærkvöldi.
Leikur Brasilíumannsins var þó alls ekki fullkominn en hann fékk að líta rauða spjaldið á 94. mínútu.
Þetta þýðir að Antony verður ekki með Betis sem spilar við Real Madrid í næsta leik sínum 1. mars.