Enzo Maresca, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann viti ekki hver verður í marki liðsins í næsta leik eftir tap gegn Aston Villa í gær.
Chelsea tapaði 2 -1 gegn Villa á útivelli eftir að hafa komist yfir snemma leiks og var Filip Jorgensen í marki gestaliðsins.
Maresca gaf það út nýlega að Jorgensen væri orðinn markvörður númer eitt en hann hefur alls ekki verið sannfærandi í síðustu tveimur leikjum.
Jorgensen gerði sig sekan um mjög slæm mistök í leiknum í gær sem kostaði Chelsea stig og var Ítalinn ansi pirraður.
Robert Sanchez var í marki Chelsea fyrr á tímabilinu og eru góðar líkur á að hann fái annað tækifæri í næsta leik liðsins.
,,Ég veit það ekki. Það eru ekki mistökin í dag sem munu breyta minni skoðun varðandi Filip en við munum sjá til,“ sagði Maresca um stöðuna.
,,Framherji getur klikkað á dauðafæri og það lítur ekki út fyrir að vera of mikilvægt en um leið og markvörður gerir mistök þá sjá það allir.“