Romeo Beckham, sonur David Beckham, vakti mikla athygli í vikunni eftir að hafa mætt í myndatöku fyrir Magazine.
Romeo er ansi þekkt nafn í dag en faðir hans, David, er þó heimsfrægur og gerði garðinn frægan sem fótboltamaður.
Beckham gerði ákveðna hárgreiðslu mjög fræga á sínum tíma eða árið 2001 er hann var upp á sitt besta sem leikmaður.
Romeo ákvað að raka sig og minna verulega á föður sinn fyrir þessa myndatöku Magazine sem hefur vakið athygli.
Feðgarnir eru ansi líkir á þessum myndum en sá yngri er aðeins 22 ára gamall og hefur sjálfur reynt fyrir sér í fótbolta.
Myndirnar má sjá hér.
*