Það var ákvörðun David Moyes að halda framherjanum Beto sem hefur svo sannarlega minnt á sig í undanförnum leikjum.
Beto er sóknarmaður Everton en hann náði sér lítið sem ekkert á strik undir stjórn Sean Dyche.
Dyche var rekinn fyrr á þessu tímabili og tók Moyes við en hann náði að sannfæra bæði Beto og Everton um að það væri best fyrir alla aðila að hann yrði áfram leikmaður liðsins.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greinir frá því að það hafi einfaldlega verið Moyes sem tókst að sannfæra leikmanninn um að vera áfram eftir áhuga frá öðrum félögum í janúar.
Beto hefur skorað sex mörk í 18 deildarleikjum á þessu tímabili en fimm af þeim hafa komið í síðustu fjórum leikjum.