Stórleik helgarinnar á Englandi er nú lokið og er ljóst að það verður erfitt fyrir Liverpool að missa af titlinum þetta árið.
Liverpool kom sá og sigraði á Etihad vellinum í Manchester en liðið heimsótti ríkjandi meistara Manchester City.
Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Liverpool en þau komu bæði í fyrri hálfleik.
City spilaði ágætis leik í kvöld og var mun sterkari aðilinn heilt yfir en mistókst að minnka muninn.
Liverpool er því með 11 stiga forskot á toppnum eftir tap Arsenal gegn West Ham í gær.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Man City: Ederson (6), Lewis (6), Khusanov (6), Ake (5), Gvardiol (6), Nico (6), Savinho (7), De Bruyne (4), Foden (6), Doku (7), Marmoush (6).
Varamenn: Mcatee (6)
Liverpool: Alisson (7), Robertson (5), Can Dijk (7), Konate (7), Alexander-Arnold (5), Mac Allister (6), Gravenberch (6), Jones (6), Szoboszlai (7), Salah (9), Diaz (8).
Varamenn: Tsimikas (6), Endo (6)