Ruben Amorim, stjóri Manchester United, gerir sér fulla grein fyrir því að hann sé ekki að standast væntingar hjá félaginu þessa dagana.
United hefur ekki verið á uppleið eftir komu Amorim en hann var ráðinn stjóri félagsins í nóvember í fyrra.
Eftir komu Amorim hefur liðinu aðeins tekist að vinna fjóra leiki sem er alls ekki skárri árangur en Erik ten Hag náði í byrjun tímabils.
Amorim sem var áður stjóri Sporting, ræddi við Rio Ferdinand, goðsögn United, og hikaði ekki við að viðurkenna þessa staðreynd.
,,Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun að ég myndi vinna fjóra leiki af 14, ég hefði aldrei trúað þér,“ sagði Amorim.
,,Ég hefði sagt að þú værir klikkaður og það er það erfiðasta fyrir mig,“ bætti Portúgalinn við en United gerði 2-2 jafntefli við Everton í gær.