Hákon Arnar Haraldsson átti heldur betur góðan leik fyrir Lille í kvöld sem spilaði við Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Hákon fékk tækifærið í byrjunarliði Lille í leiknum og nýtti tækifærið virkilega vel gegn sterkum andstæðingum.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 77 mínútur í viðureigninni og skoraði bæði mörk Lille í 2-1 sigri.
Hákon komst á blað á 22 og 42. mínútu áður en Monaco minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Sigurinn lyftir Lille í þriðja sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir Marseille sem situr í því öðru.
Hákon fagnaði fyrra marki sínu á mjög skemmtilegan hátt en hann tók þar ‘Cristiano Ronaldo fagnið’ fræga.
Le décalage d’André au départ de l’action, la finition petit filet d’Haraldsson, la célébration CR7..
Ca joue vite, ça joue bien. J’aime beaucoup.pic.twitter.com/llM1zvnwPN
— CLEM (@For_Clem_) February 22, 2025