Það voru nokkur óvænt úrslit á boðstólnum í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikjum var nú að ljúka.
Arsenal tapaði mjög óvænt gegn West Ham á heimavelli 0-1 þar sem Jarrod Bowen skoraði eina mark leiksins.
Arsenal var ekki sannfærandi í þessum leik en spilaði manni færri alveg frá 73. mínútu eftir rauða spjald Myles Lewis-Skelly.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Arsenal í titilbaráttunni en Liverpool á leik á morgun gegn Manchester City.
Tottenham valtaði yfir Ipswich á sama tíma og skoraði fjögur mörk en Fulham og Bournemouth töpuðu bæði mjög óvænt á heimavelli.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Arsenal 0 – 1 West Ham
0-1 Jarrod Bowen(’44)
Ipswich 1 – 4 Tottenham
0-1 Brennan Johnson(’18)
0-2 Brennan Johnson(’26)
1-2 Omari Hutchinson(’36)
1-3 Djed Spence(’77)
1-4 Dejan Kulusevski(’84)
Fulham 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Joachim Andersen(’37, sjálfsmark)
0-2 Daniel Munoz(’67)
Bournemouth 0 – 1 Wolves
0-1 Matheus Cunha(’36)
Southampton 0 – 4 Brighton
0-1 Joao Pedro(’23)
0-2 Georginio Rutter(’57)
0-3 Kaoru Mitoma(’71)
0-4 Jack Hinshelwood(’82)