Aston Villa 2 – 1 Chelsea
0-1 Enzo Fernandez(‘9)
1-1 Marco Asensio(’57)
2-1 Marco Asensio(’89)
Marco Asensio var hetja Aston Villa í dag sem spilaði við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í nokkuð fjörugum leik.
Asensio er í láni hjá Villa frá Real Madrid en hann kom til félagsins í janúarglugganum og sýndi gæði sín í leik kvöldsins.
Asensio skoraði tvö mörk til að tryggja Villa mikilvægan sigur í Evrópubaráttu en liðið hafði betur 2-1.
Filip Jorgensen í marki Chelsea var alls ekki sannfærandi í rammanum í þessari viðureign og þá sérstaklega í sigurmarki Villa sem hann hefði í raun auðveldlega átt að verja.
Slæmt gengi Chelsea heldur áfram en eina mark liðsins var skorað af Enzo Fernandez eftir níu mínútur en Villa var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og tryggði sigur.
Marcus Rashford, annar lánsmaður Villa, átti mjög góða innkomu en hann lagði upp bæði mörkin á Asensio.