Það var mikill hiti í leik Al Nassr við Al Ettifaq í Sádi Arabíu í gærkvöldi en leikið var á heimavelli Al Nassr.
Margar stórstjörnur spila fyrir æið Al Nassr en nefna má Sadio Mane, Cristiano Ronaldo, Aymeric Laporte og Jhon Duran.
Duran missti hausinn í þessum leik sem tapaði 3-2 en hann fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks.
Staðan var 2-2 þar til á 89. mínútu en Georginio Wijnaldum tryggði þá Al Ettifaq sigur með sínu öðru marki.
Ronaldo fær þá einnig falleinkunn fyrir sína frammistöðu en hann komst ekki á blað, náði ekki að leggja upp og gerði þá lítið til að hjálpa sínu liði.
Al Nassr er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig, átta stigum á eftir toppliði Al Ittihad.