Chelsea þarf svo sannarlega að minna á sig í dag er liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða tvö lið sem gera sér vonir um Evrópusæti en Chelsea hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í deild.
Villa hefur einnig verið á niðurleið og er án sigurs í síðustu fimm leikjum sínum en fjórir af þeim voru jafntefli.
Hér má sjá byrjunalriðin á Villa Park.
Aston Villa: Martinez; Cash, Konsa, Mings, Maatsen; McGinn, Tielemans; Asensio, Ramsey, Rogers; Watkins.
Chelsea: Jorgensen; James, Chalobah, Colwill; Gusto, Caicedo, Enzo, Cucurella; Palmer, Neto; Nkunku.