Mikel Arteta, stjóri Arsenal, neitar að það sé klárt að Mikel Merino muni byrja í fremstu víglínu gegn West Ham í dag.
Merino kom Arsenal til bjargar í síðasta deildarleik gegn Leicester en miðjumaðurinn kom inná sem varamaður og var settur í fremstu víglínu í stöðunni 0-0.
Spánverjinn nýtti tækifærið vel og skoraði tvö mörk en Arsenal er án lykilmanna í framlínunni þessa stundina.
,,Nei ég hef ekki sagt það við Mikel eða aðra leikmenn. Ég vil að leikmennirnir svari kallinu þegar það kemur,“ sagði Arteta.
,,Við höfum notað ýmsa leikmenn í framlínunni á síðustu vikum og Merino var einn af þeim, ásamt öðrum.“
,,Það eru strákar úr akademíunni sem eru að æfa með okkur reglulega í dag. Þeir eru að læra á leikkerfið og eru nálægt aðalliðinu.“
,,Augljóslega þá gætum við þurft að nota þá. Þeir virðast vera tilbúnir sem er mjög góður hlutur.“