Tyrknenska knattspyrnusambandið hefur tekið umdeilda ákvörðun fyrir stórleik deildarinnar sem fer fram þann 24. febrúar.
Um er að ræða leik Galatasaray og Fenerbahce en tyrknenskir dómarar hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur.
Margir eru á því máli að dómararnir séu í raun hliðhollir Galatasaray og að liðið komist upp með hluti sem önnur lið gera ekki.
Sambandið í Tyrklandi hefur því ákveðið að fá inn erlendan dómara sem mun dæma stórleikinn en það er Slavko Vincic frá Slóveníu.
Jose Mourinho er stjóri Fenerbahce en hann hefur sjálfur kvartað yfir því að Galatasaray fái sérmeðferð í deildinni.
Það er mikið undir í þessum leik þar sem Galatasaray er á toppnum, sex stigum á undan Fenerbahce sem getur minnkað forskotið í þrjú stig.