Robin van Persie er nýr þjálfari Feyenoord en hann tekur við liðinu í dag. Félagið komst að samkomulagi við Heerenveen um að fá hann.
Van Persie hefur gert fína hluti með Heerenveen og tekur nú til starfa hjá Feyenoord.
Feyenoord er komið í 16 liða úrslit Meistardeildar Evrópu en þjálfari liðsins var rekinn í síðustu viku.
Van Persie ólst upp hjá Feyenoord sem leikmaður og er því að mæta heim til sín.
Með honum verður Rene Hake sem var ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Manchester United síðasta sumar, hann var rekinn í nóvember á sama tíma og Erik ten Hag.
🚨 Feyenoord reach agreement in principle to appoint Robin van Persie as head coach. Deal struck with 41yo former striker + current club Heerenveen & Rene Hake to become assistant. #Feyenoord drafting paperwork on contracts until summer 2027 @TheAthleticFC https://t.co/3yri5mGJTE
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 20, 2025