fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Uppljóstrar því hvað gerðist rétt áður en allt sprakk hjá United og Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 09:30

Ronaldo fór illa með Tottenham á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benni McCarthy fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United hefur uppljóstrað því hvað gekk á þegar Cristiano Ronaldo fór frá félaginu undir lok árs árið 2022.

Erik ten Hag stjóri United fór í stríð við Ronaldo eftir að framherjinn frá Portúgal fór ekki eftir öllum fyrirmælum.

„Ronaldo var að reyna að aðlaga leik sinn, en þannig vildi Erik ekki að hann myndi spila. Ten Hag taldi að Ronaldo gæti ekki spilað svona í sínu kerfi, þess vegna var Ten Hag farin að spila Anthony Martial,“ sagði McCarthy.

McCarthy taldi hins vegar að þetta hefði getað virkað. „Ég taldi að þetta gæti virkað, hann var frábær þegar hann spilaði. Hann kenndi leikmönnum rétta hugarfarið og hvað þarf að gera til að spila fyrir United.“

Þegar málið fór svo allt í hund og kött fór Ten Hag að grínast með málið.

„Hann fór ekki með í leikinn gegn Fulham vegna HM, sama kvöld eftir sigurmarkið frá Alejandro Garnacho þá fór hann í viðtal hjá Piers Morgan. Við sáum hann aldrei aftur.“

„Þegar við mættum á skrifstofuna sagði enginn neitt, það var enginn í sjokki og Ten Hag fór bara að grínast með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti söðlað um innan Englands fyrir tæpa níu milljarða

Gæti söðlað um innan Englands fyrir tæpa níu milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í Sviss

Svona er byrjunarlið Íslands í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta
433Sport
Í gær

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu
433Sport
Í gær

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United