Það stefnir í það að Manchester City fari í allsherjar breytingar í sumar, búist er við að margir fari og nýtt lið verði smíðað.
Þannig segja ensk blöð í dag að Kevin de Bruyne sé einn þeirra sem fari en samningur hans er á enda.
Jack Grealish kantmaður liðsins fær ekki mikið að spila og er líklegur til þess að fara í sumar.
Bernardo Silva er svo annar sem gæti farið, hann hefur lengi viljað fara á vit nýrra ævintýra og það gæti komið í sumar.
Pep Guardiola vill fara í breytingar en tímabilið í ár hafa verið mikil vonbrigði hjá liðinu.