Byrjunarlið íslenska kvennalandsiðið fyrir fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss hefur verið opinberað.
Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma en í sterkum riðli Íslands eru einnig Noregur og Frakkland, sem mætast síðar í kvöld.
Byrjunarlið Íslands er að vanda sterkt og þá má til að mynda sjá að Dagný Brynjarsdóttir kemur beint inn í byrjunarliðið eftir að hafa snúið aftur í landsliðið í þessum glugga.