fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Grasrótarfélag ársins 2024 er Stál-úlfur fyrir fjölþjóðlegt starf í eldri flokki karla.

Í umsögn um tilnefningu Stál-Úlfs segir meðal annars: Stál-Úlfur hefur verið þátttakandi í Íslandsmóti 40 ára og eldri síðan 2016 og hefur félagið verið með eindæmum sigursælt á þeim tíma. Hjá Stál-Úlfi spila m.a. fyrrverandi leikmenn úr efstu deild karla, leikmenn sem hafa byggt sér upp gott orðspor í þessari íþróttagrein hér á landi í gegnum árin. Samhliða íslenskum liðsfélögum sínum í Stál-Úlfi koma liðsmenn víðsvegar að úr heiminum t.a.m. frá Litáen, Serbíu, Portúgal, Póllandi, Venesúela og Kósovó og áfram væri hægt að telja. Fótbolti á að snúast um vináttu og gleði og það eru einkunnarorð Stál-Úlfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino