Al-Ahli í Sádí Arabíu er að undirbúa það að reyna að klófesta Vinicius Junior leikmann Real Madrid. Hann yrði dýrasti leikmaður sögunnar.
Al-Ahli er eitt af stærri liðum Sádí Arabíu og er fjármagnað af ríkinu.
Félagið er tilbúið að borga 290 milljónir punda fyrir Vinicius Junior og yrði hann þar með dýrasti leikmaður fótboltasögunnar.
Neymar er enn í dag dýrasti leikmaður sögunnar en PSG borgaði 200 milljónir punda fyrir hann árið 2017.
Vinicius Junior er einn öflugasti leikmaður í heimi en sú upphæð sem Al-Ahli er klár með gæti freistað forráðamanna Real Madrid.