Það hefur í raun mjög mikið gengið á innan herbúða Manchester United eftir að Sir Jim Ratcliffe tók við félaginu fyrir ári síðan.
Ratcliffe á 28 prósent í félaginu en fær að stjórna því sem gerist. Hann hefur verið að reyna að skera niður eins og kostur er.
Búið er að reka mikið af starfsfólki utan vallar og búið að skera niður kostnað við ýmislegt.
Eitt af því sem var skorið niður voru miðar til kvennaliðsins þegar þær komust í úrslit enska bikarsins á síðustu leiktíð. United vann þar 4-0 sigur á Tottenham.
Konurnar í liðinu voru hissa og fengu leikmenn karlaliðsins veður af þessu. Bruno Fernandes fyrirliði og Tom Heaton ákváðu að taka fjármuni úr sjóði leikmanna til að kaupa fleiri miða.
Leikmenn kvennaliðsins gátu því boðið ættingjum og vinum á leikinn sem fram fór á Wembley.
#mufc women's players were only given small ticket allocations for the women's FA Cup final. When the men's team heard about it, Bruno Fernandes and Tom Heaton covered the cost of additional tickets using dressing room "fine" money [@TeleFootball] pic.twitter.com/2guEit3s9X
— utdreport (@utdreport) February 20, 2025