fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Falleg saga úr herbúðum United – Konurnar voru svekktar en Bruno og félagar borguðu brúsann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur í raun mjög mikið gengið á innan herbúða Manchester United eftir að Sir Jim Ratcliffe tók við félaginu fyrir ári síðan.

Ratcliffe á 28 prósent í félaginu en fær að stjórna því sem gerist. Hann hefur verið að reyna að skera niður eins og kostur er.

Búið er að reka mikið af starfsfólki utan vallar og búið að skera niður kostnað við ýmislegt.

Eitt af því sem var skorið niður voru miðar til kvennaliðsins þegar þær komust í úrslit enska bikarsins á síðustu leiktíð. United vann þar 4-0 sigur á Tottenham.

Konurnar í liðinu voru hissa og fengu leikmenn karlaliðsins veður af þessu. Bruno Fernandes fyrirliði og Tom Heaton ákváðu að taka fjármuni úr sjóði leikmanna til að kaupa fleiri miða.

Leikmenn kvennaliðsins gátu því boðið ættingjum og vinum á leikinn sem fram fór á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn ósáttur við seinni hálfleik en tekur stiginu

Þorsteinn ósáttur við seinni hálfleik en tekur stiginu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik

Ísland sótti stig á útivelli í bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heiðruð fyrir fótboltaæfingar fyrir einstaklinga með fötlun

Heiðruð fyrir fótboltaæfingar fyrir einstaklinga með fötlun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í Sviss

Svona er byrjunarlið Íslands í Sviss
433Sport
Í gær

Stjórnarformaður United hótar starfsfólki eftir allar fréttirnar í vikunni – Fólk verði rekið ef það lekur í fjölmiðla

Stjórnarformaður United hótar starfsfólki eftir allar fréttirnar í vikunni – Fólk verði rekið ef það lekur í fjölmiðla
433Sport
Í gær

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu