Katie Zelem fyrirliði kvennaliðs Manchester United var nokkuð hissa á því þegar hún átti samtal við Sir Jim Ratcliffe eiganda félagsins.
Ratcliffe á 28 prósenta hlut í félaginu og hann stjórnar rekstri félagsins.
Þegar Ratcliffe spjallaði við Zelem þá spurði hann hana að því við hvað hún starfaði hjá félaginu.
Zelem lét þá eigandann vita að hún væri fyrirliði kvennaliðsins, eitthvað sem Zelem hafði gert ráð fyrir að eigandi félagsins myndi vita.
Telegraph fjallar um málið en Ratcliffe segir við fyrirspurn um að einhverjar getgátur um að hann hafi ekki áhuga á kvennaliðinu séu ekki réttar.
Ratcliffe said the perception he was not interested in the women’s team was “slightly misguided”#MUFC | #TelegraphWomensSport
— Telegraph Women’s Sport (@WomensSport) February 20, 2025