Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að Erling Haaland hafi verið nálægt því að heilsu til að spila gegn Real Madrid.
City er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á Spáni í gær í seinni leik liðanna. Haaland meiddist um liðna helgi og gat ekki tekið þátt í leiknum.
„Hann var ekki langt frá því að spila en ástandið var ekki nógu gott,“ sagði Guardiola.
City á stórleik á sunnudag gegn Liverpool í ensku deildinin en óvíst er hvort Haaland verði með þar.
„Hann æfði lítillega daginn fyrir leik en við ræddum að morgni leikdags og honum leið ekki nógu vel.“
„Erling er virkilega mikilvægur fyrir okkur, það þarf engan snilling til að sjá það. Svona gerist á tímabili.“