fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Veðbankar hafa ansi litla trú á Víkingi í Grikklandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur heimsækir Panathinaikos annað kvöld í seinni leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Víkingur vann fyrri leikinn, sem var heimaleikur en fór fram í Helsinki, 2-1. Liðið komst í 2-0 en fékk á sig umdeilt víti í restina.

Víkingur hefur því smá forskot fyrir leikinn á morgun og þarf að reyna að halda í það. Veðbankar telja Panathinaikos þó mun sigurstranglegra.

Á Lengjunni er til að mynda 1,14 í stuðul á að Panathinaikos vinni leikinn, 12,30 á sigur Víkings og 6,45 á jafntefli.

Vinni gríska liðið með einu marki fer leikurinn í framlengingu en stuðullinn á að það vinni með meiri mun en einu marki og klári dæmið í venjulegum leiktíma er enn aðeins 1,45.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 20 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni