fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Axel Kári í starf lögfræðings KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið fyrrum knattspyrnumanninn Axel Kára Vignisson í starf lögfræðings á skrifstofu KSÍ og hefur hann störf 1. mars. Hann tekur við af Hauki Hinrikssyni sem gerðist framkvæmdastjóri Víkings.

Af heimasíðu KSÍ
Axel Kári lauk BA námi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2017 og Magister Juris frá sama skóla árið 2019. Þá öðlaðist hann málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2020 og hefur starfað sem lögmaður hjá Íslensku lögræðistofunni síðan þá, þar sem hann hefur öðlast víðtæka reynslu, m.a. af málflutningi.

Auk lögmannsstarfa á Axel Kári að baki leikmannsferil þar sem hann lék hátt í fjögur hundruð KSÍ-leiki í meistaraflokki – flesta með uppeldisfélagi sínu ÍR, en einnig með HK, Víkingi R., Keflavík og Létti, auk þess að hafa þjálfað yngri flokka og starfað sem vallarstarfsmaður hjá ÍR.

Axel Kári lagði leikmannsskóna á hilluna 2022 og tók að sér hlutverk formanns knattspyrnudeildar hjá ÍR þar sem hann öðlaðist reynslu af félagsstörfum innan og fyrir hönd síns félags.

KSÍ býður Axel Kára velkominn til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það

Koma úr skápnum – Hafa verið saman í þrettán ár en ekki viljað segja neinum það
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni

Sádarnir undirbúa rosalegt tilboð í Vinicius Junior – Yrði sá dýrasti í sögunni