fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Stórtíðindin af Gylfa Þór vekja mikla athygli utan landsteinanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var í dag keyptur til Víkings frá Val. Skiptin hafa vakið mikla athygli, ekki bara á Íslandi.

Gylfi hafði verið sterklega orðaður frá Val og tjáði hann félaginu í síðustu viku að hann vildi fara. Breiðablik reyndi einnig að fá þennan besta landsliðsmann sögunnar en hann valdi að lokum Víking.

Meira
Víkingur staðfestir kaupin á Gylfa

Sem fyrr segir hafa margir sýnt skiptum Gylfa áhuga, enda leikmaður með stórkostlega ferilskrá, til að mynda úr ensku úrvalsdeildinni.

Nágrannar okkar á Norðurlöndunum hafa til að mynda fjallað um skiptin í dag. Þess má geta að Gylfi lék einnig með Lyngby í Danmörku áður en hann kom til Íslands í fyrra.

Víkingur hafnaði í öðru sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð, sem og í Mjólkurbikarnum. Liðið er þó komið alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, þar sem liðið vann fyrri leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudag.

Gylfi má hins vegar ekki taka þátt í Evrópuverkefnum Víkings á leiktíðinni.

Meira
Formaður Vals staðfestir skipti Gylfa en lætur þung orð falla um hann – „Sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reykjavíkurborg áformar að reisa skólaþorp á bílastæðinu í Laugardalnum

Reykjavíkurborg áformar að reisa skólaþorp á bílastæðinu í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney þjálfar son Kyle Walker í Dubai – Vikan kostar 1,4 milljón

Rooney þjálfar son Kyle Walker í Dubai – Vikan kostar 1,4 milljón
433Sport
Í gær

United sagt nálgast kaup á manninum sem Ruben Amorim vill fá

United sagt nálgast kaup á manninum sem Ruben Amorim vill fá
433Sport
Í gær

KSÍ fær tæpar 25 milljónir

KSÍ fær tæpar 25 milljónir