Manchester United tapaði tólfta leik sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni gegn Tottenham í gær.
James Maddison skoraði eina mark leiksins í gær og hoppaði Tottenham með sigrinum upp í 12. sæti, en sendi United niður í 15. sæti. Skelfilegt tímabil Rauðu djöflanna heldur því áfram.
Sem fyrr segir hefur United nú tapað 12 leikjum sínum af þeim 25 sem liðið hefur spilað. Þetta er versti árangur liðsins á þessum tímapunkti tímabilsins frá því 1973-1974. Þá tapaði liðið 13 leikjum af fyrstu 25 og féll úr efstu deild.
Sem stendur er United 12 stigum fyrir ofan fallsvæðið en Ruben Amorim, sem tók við sem stjóri síðla hausts, ætlar að ganga erfiðlega að snúa genginu við.
12 – Manchester United have lost 12 of their 25 Premier League games this season (W8 D5), their most defeats from their first 25 matches of a league campaign since 1973-74 (13) – when they were last relegated from the top-flight. Critical. pic.twitter.com/CWHNYFBXKL
— OptaJoe (@OptaJoe) February 16, 2025