Marcus Rashford á sér þann draum að fara til Barcelona í sumar þrátt fyrir að vera nýgenginn í raðir Aston Villa.
The Sun heldur þessu fram, en enski sóknarmaðurinn kom til Villa á láni frá Manchester United út þessa leiktíð í síðasta mánuði. Félagið hefur möguleika á að kaupa hann á 40 milljónir punda í sumar.
Samkvæmt The Sun er Rashford þó ekki alltof spenntur fyrir því að vera hjá Villa til lengri tíma. Bróðir hans og umboðsmaður átti í viðræðum við Barcelona í janúar og vonast hann til að Katalóníustórveldið endurveki áhuga sinn ef Rashford stendur sig með Villa á seinni hluta leiktíðar.