Christian Eriksen er farinn að horfa í kringum sig fyrir sumarið, en þá verður hann frjáls ferða sinna í kjölfar þess að samningur hans rennur út.
Þriggja ára kafla danska miðjumannsins á Old Trafford er að ljúka og verður samningur hans ekki framlengdur. Hann fer því frítt í nýtt félag í sumar.
Eriksen gekk í raðir United sumarið 2022 eftir stutta dvöl hjá Brentford, þar sem hann sneri á völlinn á ný í kjölfar hjartastopps í landsleik árið áður.
Hann hefur reynst United dyggur þjónn en er kominn tími á næsta kafla hjá þessum 33 ára gamla leikmanni.
🚨 Christian Eriksen will soon start exploring options for his next chapter, as he’s set to leave Man United at the end of the season.
His contract won’t be extended and Eriksen will be a free agent in the summer. pic.twitter.com/aDwrzbJiGB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 17, 2025