Það er óhætt að segja að Arne Slot gæti ekki hafa byrjað mikið betur í starfi knattspyrnustjóra Liverpool.
Slot tók við af Jurgen Klopp í sumar og er hann með liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með 7 stiga forskot á Arsenal í öðru sætinu þegar 25 umferðum er lokið.
Slot hefur sótt 60 stig í þessum 25 leikjum og er það næstbesti árangur stjóra á fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Aðeins goðsögnin Jose Mourinho hefur náð betri árangri, en hann sótti 64 stig í fyrstu 25 leikjunum við stjórnvölinn hjá Chelsea.
60 – Liverpool have won 60 points in 25 Premier League matches under Arne Slot (W18 D6 L1). The only manager in the competition’s history to win more points through his first 25 matches is José Mourinho (64). Machine. pic.twitter.com/LWgEvNUMox
— OptaJoe (@OptaJoe) February 16, 2025