Marcelo, goðsögn Real Madrid, hefur lagt skóna á hilluna en hann er 36 ára gamall í dag og átti mjög farsælan feril.
Marcelo staðfesti það að hann væri hættur nú á dögunum en hann er alls ekki hættur að vekja athygli á sjálfum sér.
Brassinn er að undirbúa sig fyrir næsta kafla en hann segist stefna á það að búa til tónlist og þá kvikmyndir með eiginkonu sinni.
,,Ég gerði allt sem ég gat gert í fótboltanum og ég þakka Guði fyrir það að ég hafi ekki meiðst alvarlega,“ sagði Marcelo.
,,Ég spilaði fyrir besta félag heims og með bestu leikmönnunum. Ég vann hluti en stundum kemur tíminn þar sem þú þarft nýjar áskoranir.“
,,Nú mun ég eyða meiri tíma með eiginkonunni, ég hef tímann til að sitja á skrifstofunni og lesa og senda tölvupósta.“
,,Ég vil koma mér inn í alls konar list, tónlist og kvikmyndir, ég vil gera kvikmyndir með eiginkonunni. Ég hef elskað tónlist síðan ég var krakki.“
,,Ég þekki nokkra tónlistarmenn og ég væri mjög til í að skapa eitthvað fyrir þá, það væri draumur fyrir mig.“