fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
433Sport

Landsliðsfyrirliðinn tjáir sig um ráðninguna á Arnari – „Þurfum að læra mikið nýtt til að byrja með“

433
Laugardaginn 15. febrúar 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Þar var farið um víðan völl.

Það var meðal annars rætt um ráðningu á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara á dögunum. Tók hann við af Age Hareide.

„Það leggst mjög vel í mig. Það verður gaman að sjá hvað hann kemur með að borðinu, er auðvitað búinn að gera frábæra hluti með Víking. Það var gaman að sjá hvernig hann reif klúbbinn upp. Vonandi getur hann gert svipaða hluti fyrir landsliðið þó þetta sé allt annað gigg sem hann er að fara inn í. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fá hann inn,“ sagði Jóhann.

„Hann er með mörg kerfi sem hann spilar. Við þurfum örugglega að læra mikið nýtt til að byrja með. Það eru ekki margir leikmenn sem hafa verið að spila þessi kerfi sem hann er að spila. Við þurfum bara að vera fljótir að venjast því sem hann vill að við gerum,“ sagði Jóhann, sem er spenntur fyrir framtíð landsliðsins.

Nánari umræða er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu