Fyrrum undrabarnið Marco van Ginkel hefur skrifað undir samning hjá félagi sem spilar í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Van Ginkel var gríðarlega efnilegur á sínum tíma en Chelsea keypti hann frá Vitesse árið 2013 – hann lék aðeins tvo deildarleiki.
Meiðsli settu stórt strik í reikning leikmannsins sem er 32 ára gamall í dag og mun fagna 33 ára afmæli sínu í lok árs.
Van Ginkel á að baki átta landsleiki fyrir Holland en hann stóð sig vel hjá PSV í heimalandinu á láni frá 2016 til 2018.
Van Ginkel kemur til Boavista í Portúgal á frjálsri sölu en fyrir það hafði hann leikið fyrir Vitesse frá 2023 til 2024.