fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
433Sport

Fallegt framtak FH skilaði 2,2 milljónum í vasa Píeta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni afhentu Garðar Ingi Leifsson, markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH, og Guðjón Elmar Guðjónsson, verkefnastjóri markaðsmála hjá Kviku banka, Píeta samtökunum 2.200.000 kr. sem safnaðist með sölu á sérstakri treyju frá FH.

Treyjan, sem meistaraflokkar FH í fótbolta spiluðu í, var gul að lit og merkt einkennisorðum Píeta samtakanna: „Það er alltaf von.“ Af hverri seldri treyju runnu 1.000 kr. óskipt til Píeta, en Auður, dóttir Kviku, tvöfaldaði þá upphæð, sem tryggði samtals 2.200.000 kr. framlag til samtakanna.

Treyjan vakti mikla athygli og var kynnt fyrir stuðningsfólki með glæsilegu myndbandi, þar sem leikmenn FH léku lykilhlutverk ásamt tónlistarmanninum Issa. Gulur litur treyjunnar vakti nostalgíu, þar sem hún skartaði gamalli útgáfu af merki FH og eldri útgáfum af vörumerkjum styrktaraðila félagsins.

„Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni og því að geta stutt við það ómetanlega starf sem Píeta samtökin vinna. Það er virkilega hvetjandi að sjá stuðningsfólk okkar sýna samhug í verki og taka svona vel við sér“ sagði Garðar Ingi Leifsson, markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.

Guðjón Elmar bætti við: „Hjá Auði leggjum við mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og það var okkur sérstakt ánægjuefni að styðja þetta frábæra framtak. Við vonum að þessi stuðningur hjálpi Píeta samtökunum að halda áfram sínu ómetanlega starfi og styðja við þá sem þurfa á aðstoð að halda.“

Þetta er annað árið í röð sem FH gefur út sérstaka góðgerðartreyju. Árið 2023 spiluðu meistaraflokkar félagsins nokkra leiki í bleikum treyjum, þar sem ágóðinn rann til Bleiku slaufunnar. Með því að gefa út góðgerðartreyjur vill FH vekja athygli á mikilvægum málefnum og styðja við góðgerðarstarfsemi.

Píeta samtökin vinna mikilvægt starf í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við einstaklinga og aðstandendur þeirra. Framlagið frá FH og Auði mun nýtast vel í því starfi og styðja við von og bata í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjubikarinn: Afturelding skoraði sex gegn FH

Lengjubikarinn: Afturelding skoraði sex gegn FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir United að gera allt til að landa Kane í sumar

Segir United að gera allt til að landa Kane í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona tilbúið að berjast við Arsenal

Barcelona tilbúið að berjast við Arsenal
433Sport
Í gær

Martröð Arsenal heldur áfram – Átta vikur í að Saka mæti til leiks

Martröð Arsenal heldur áfram – Átta vikur í að Saka mæti til leiks
433Sport
Í gær

Fjölmiðlar í Grikklandi trylltir og tala um harmleik eftir sigur Víkings – „Niðurlægðu menn sem fá miklu meira borgað“

Fjölmiðlar í Grikklandi trylltir og tala um harmleik eftir sigur Víkings – „Niðurlægðu menn sem fá miklu meira borgað“
433Sport
Í gær

Útilokar að fá inn framherja þrátt fyrir meiðsli lykilmannsins

Útilokar að fá inn framherja þrátt fyrir meiðsli lykilmannsins
433Sport
Í gær

Antony búinn að finna gleðina á ný: ,,Ég var handviss“

Antony búinn að finna gleðina á ný: ,,Ég var handviss“