Arne Slot stjóri Liverpool hefur í fyrsta sinn tjáð sig um það sem gekk á eftir leik liðsins gegn Everton á miðvikudag.
Slot lét nokkur vel valin orð falla í garð Michael Oliver eftir leikinn og fékk að launum rautt spjald.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Everton jafnaði leikinn seint í uppbótartima.
„Tilfinningarnar náðu mér,“ sagði Slot á fréttamannafundi í dag en hann mátti ekki ræða við fréttamenn á miðvikudag vegna rauða spjaldsins.
„Ef ég gæti þá myndi ég gera þetta öðruvísi. Ég myndi vilja það, ég vona að ég bregðist ekki svona við aftur.“
„Það voru margir hlutir sem áttu sér stað þarna í uppbótartíma sem fóru í skapið á mér. Ég verð að virða svona hluti.“
„Það var löng bið eftir VAR skoðun, það var fimm mínútna uppbótartíma sem endaði í átta mínútum. Það gerðist margt sem fór í mig en ég ætla ekki að ræða öll þau atvik.“