Feyenoord er í þjálfaraleit eftir að hafa rekið Brian Priske úr starfi á mánudag, hann hafði stýrt liðinu í nokkra mánuði.
Priske tók við Feyenoord af þegar Arne Slot tók við Liverpool síðasta sumar.
Nú segja erlendir miðlar að Feyenoord vilji fá Erik ten Hag til að taka við liðinu, sá hollenski er án starfs.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í nóvember en Feyenoord vill hann og Rene Hake sem var aðstoðarmaður hans hjá United.
Hake þekkir hollenska boltann vel líkt og Ten Hag eftir að hafa starfað lengi vel í hollenska boltanum.