Real Madrid eru farnir að setja meiri kraft í það að fá Trent Alexander-Arnold til að skrifa undir.
Telegraph segir frá þessu og segir að forráðamenn Real Madrid séu að verða nokkuð öruggir á því að Trent komi.
Trent verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og ekkert virðist hafa þokað í viðræðum hans við félagið.
Bakvörðurinn knái er fæddur og uppalinn hjá Liverpool og munu stuðningsmenn félagsins sjá mikið á eftir honum, fari svo að hann fari.
Trent er 26 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður í liði Liverpool síðustu ár.