Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu telja að Mohamed Salah og hans umboðsmaður séu hreinlega að nota áhuga deildarinnar til að komast áfram í viðræðum við Liverpool.
Salah verður samningslaus hjá Liverpool í sumar en enska félagið vill eðlilega halda í sinn besta mann.
Salah er 32 ára gamall og hefur verið magnaður á þessu tímabili sem er mögulega hans besta tímabil í treyju Liverpool.
Hann hefur mikið verið orðaður við lið í Sádí Arabíu en forráðamenn deildarinnar vilja fá hann en telja að hann gæti verið að nota áhugann til að hækka laun sín hjá Liverpool.
Ef Salah færi til Sádí Arabíu er líklegast að hann fari til Al-Hilal sem er eitt stærsta félagið í Ofurdeildinni í Sádí.