Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool var nokkuð skúffaður í beinni útsendingu í gær þegar hann sá sitt lið gera 2-2 jafntefli gegn Everton.
Everton jafnaði leikinn á 98 mínútu leiksins, gríðarleg dramatík í Guttagarði.
Carragher var í myndveri hjá CBS þar sem fjallað var um Meistaradeildina en hann var með augun á því sem var í gangi hjá Liverpool.
Til að strá salti í sárin mætti einn af starfsmönnum CBS til að bögga Carragher en sá heldur með Everton.
Tapið fór illa í leikmenn og þjálfara Liverpool því Curtis Jones fékk rautt eftir leik líkt og Arne Slot stjóri liðsins og aðstoðarmaður hans.
Myles, our Evertonian production assistant, really took his chance to lil' bro @Carra23 😭😂 pic.twitter.com/zDlPFTBSic
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 13, 2025