fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Arne Slot og hans hundtrygga aðstoðarmanni var bannað að ræða við fréttamenn í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot stjóri Liverpool mátti ekki ræða við fréttamenn í gær eftir að hafa fengið rautt spjald eftir 2-2 jafntefli gegn Everton.

Sömu sögu er að segja af aðstoðarmanni hans Sipke Hulshoff sem líka fékk rauða spjaldið. Hann gat því ekki farið í viðtöl fyrir Slot.

Í reglum enska fótboltans segir að þjálfarar sem fái rautt spjald geti ekki farið í viðtöl eftir leiki.

Slot hafði því yfirgefið Goodison Park þegar David Moyes stjóri Everton var að ræða við fréttamenn.

Harkaleg slagsmál brutust eftir 2-2 jafntefli Everton og Liverpool í Bítlaborginni í gær, alvöru grannalsagur sem endaði með látum.

Curtis Jones sturlaðist úr reiði þegar Abdoulaye Doucouré fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool.

Curtis Jones fékk beint rautt fyrir ofbeldið en Doucouré seinna gula fyrir að ögra stuðningsmönnum Liverpool.

Michael Oliver gaf svo Arne Slot stjóra Liverpool rautt spjald eftir að hann hafði skammað dómara leiksins.

Allt stefndi í sigur Everton á Liverpool í Guttagarði í kvöld en James Tarkowski jafnaði fyrir heimamenn þegar langt var komið í uppbótartíma.

Everton komst yfir í upphafi leiks þegar framherjinn Beto skaut heimamönnum yfir í Guttagarði.

Alexis Mac Allister svaraði fyrir gestina skömmu síðar og jafnaði en Mohamed Salah lagði markið upp. Staðan 1-1 í hálfleik.

Everton virtist vera að taka yfirhöndina í leiknum þegar Salah skoraði sigurmark leiksins á 73 mínútu og tryggði 1-2 sigur.

Það var svo á 98 mínútu sem James Tarkowski skoraði og jafnaði leikinn með mögnuðu marki.

Liverpool er komið með sjöta stiga forskot á toppnum á ensku deildinni á Arsenal, liðin hafa nú leikið jafn marga leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður algjört áfengisbann þegar mótið fer fram í Sádí Arabíu

Verður algjört áfengisbann þegar mótið fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vinicius opnar sig í kjölfar orðróma um fjaðrafok í kringum hann

Vinicius opnar sig í kjölfar orðróma um fjaðrafok í kringum hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögnuð vegferð Víkinga heldur áfram á morgun

Mögnuð vegferð Víkinga heldur áfram á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
433Sport
Í gær

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“