Jude Bellingham mun reyna að sannfæra Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa Liverpool fyrir Real Madrid í sumar.
Fyrrum leikmaður Liverpool, Jermaine Penntant, heldur þessu fram í viðtali í spænskum miðlum. Trent hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, en hann verður samningslaus á Anfield í sumar og getur því farið frítt.
Bellingham og Trent eru miklir mátar og liðsfélagar í enska landsliðinu. Þá spilar sá fyrrnefndi auðvitað með Real Madrid.
„Hann mun fara til Real Madrid og spila með besta vini sínum Jude. Jude mun eflaust skipta sér af þessu, þeir hafa átt samtal. Þeir hafa spilað vel saman áður og ég held að Trent endi í Madríd,“ segir Pennant.