fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433Sport

Vill ekki framlengja við Liverpool – Tvö ensk félög á eftir honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool gengur erfiðlega að fá markvörðinn Caoimhin Kelleher til að skrifa undir nýjan samning og er hann farinn að horfa í kringum sig samkvæmt Football Insider.

Kelleher hefur verið varaskeifa fyrir Alisson á Anfield undanfarin ár en fyrr á þessari leiktíð spilaði hann átta úrvalsdeildarleiki í fjarveru hans.

Írinn hefur hins vegar þurft að sitja á bekknum síðan og ljóst er að hann vill spila meira. Gæti það reynst erfitt hjá Liverpool, sérstaklega frá og með næsta sumri þegar Giorgi Mamardashvili verður einnig orðinn markvörður liðsins.

Samningur Kelleher við Liverpool rennur út eftir næstu leiktíð og eins og áður segir vill félagið framlengja við hann. Kappinn er þó hikandi við að verða við þeim vilja þess.

Það er sagt að bæði Chelsea og Newcastle fylgist með gangi mála hjá Kelleher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt höggið í maga Arsenal

Enn eitt höggið í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi