Liverpool gengur erfiðlega að fá markvörðinn Caoimhin Kelleher til að skrifa undir nýjan samning og er hann farinn að horfa í kringum sig samkvæmt Football Insider.
Kelleher hefur verið varaskeifa fyrir Alisson á Anfield undanfarin ár en fyrr á þessari leiktíð spilaði hann átta úrvalsdeildarleiki í fjarveru hans.
Írinn hefur hins vegar þurft að sitja á bekknum síðan og ljóst er að hann vill spila meira. Gæti það reynst erfitt hjá Liverpool, sérstaklega frá og með næsta sumri þegar Giorgi Mamardashvili verður einnig orðinn markvörður liðsins.
Samningur Kelleher við Liverpool rennur út eftir næstu leiktíð og eins og áður segir vill félagið framlengja við hann. Kappinn er þó hikandi við að verða við þeim vilja þess.
Það er sagt að bæði Chelsea og Newcastle fylgist með gangi mála hjá Kelleher.