Tvö mjög umdeild atvik áttu sér stað þegar Liverpool og Everton gerðu 2-2 jafntefli í kvöld. Heimamenn í Guttagarði vildu rautt spjald á Conor Bradley og vítaspyrnu þegar Ibrahima Konate handlék knöttinn inni í vítateig Liverpool.
Bradley var á gulu spjaldi þegar hann braut af sér í síðari hálfleik. Everton skoraði svo mark þar sem VAR dæmdi rangstöðu réttilega.
Allt stefndi í sigur Everton á Liverpool í Guttagarði í leiknum en James Tarkowski jafnaði fyrir heimamenn þegar langt var komið í uppbótartíma.
Everton komst yfir í upphafi leiks þegar framherjinn Beto skaut heimamönnum yfir snemma leiks.
Alexis Mac Allister svaraði fyrir gestina skömmu síðar og jafnaði en Mohamed Salah lagði markið upp. Staðan 1-1 í hálfleik.
Liverpool virtist vera með pálmann í höndunum þegar Salah skoraði gott mark á 73. mínútu leiks og kom Liverpool í 1-2 forystu.
Það var svo á 98. mínútu sem James Tarkowski skoraði og jafnaði leikinn með mögnuðu marki.
Liverpool er komið með sjöa stiga forskot á Arsenal toppnum í ensku deildinni en liðin hafa nú leikið jafn marga leiki eða 24 hvort lið.