Harkaleg slagsmál brutust eftir 2-2 jafntefli Everton og Liverpool í Bítlaborginni í kvöld, alvöru grannalsagur sem endaði með látum.
Curtis Jones sturlaðist úr reiði þegar Abdoulaye Doucouré fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool.
Curtis Jones fékk beint rautt fyrir ofbeldið en Doucouré seinna gula fyrir að ögra stuðningsmönnum Liverpool.
Michael Oliver gaf svo Arne Slot stjóra Liverpool rautt spjald eftir að hann hafði skammað dómara leiksins.
So Curtis Jones attacked Doucoure!! Shame on him 🥴🥴 pic.twitter.com/2dsNs6ExGm
— Septimus Prime🇸🇱 (@septimusajprime) February 12, 2025
Allt stefndi í sigur Everton á Liverpool í Guttagarði í kvöld en James Tarkowski jafnaði fyrir heimamenn þegar langt var komið í uppbótartíma.
Everton komst yfir í upphafi leiks þegar framherjinn Beto skaut heimamönnum yfir í Guttagarði.
Alexis Mac Allister svaraði fyrir gestina skömmu síðar og jafnaði en Mohamed Salah lagði markið upp. Staðan 1-1 í hálfleik.
Everton virtist vera að taka yfirhöndina í leiknum þegar Salah skoraði sigurmark leiksins á 73 mínútu og tryggði 1-2 sigur.
Það var svo á 98 mínútu sem James Tarkowski skoraði og jafnaði leikinn með mögnuðu marki.
Liverpool er komið með sjöta stiga forskot á toppnum á ensku deildinni á Arsenal, liðin hafa nú leikið jafn marga leiki.