Knattspyrnumaðurinn Neal Maupay er ekki þekktur fyrir að halda aftur af sér á samfélagsmiðlum. Svar hans til Manchester United goðsagnarinnar Paul Scholes vekur nú mikla athygli.
Maupay spilar í dag með Marseille á láni frá Everton, en hann hefur einnig leikið með Brentford og Brighton á Englandi.
Scholes sat fyrir svörum stuðningsmanna á viðburði Sky Sports í beinni útsendingu og barst þar meðal annars í tal hverngi Myles Lewis-Skelly, leikmaður Arsenal, ögraði Erling Braut Haaland, leikmanni Manchester City, með því að fagna eins og hann í leik liðanna á dögunum.
Stuðningsmaðurinn benti á að Maupay hafi gert það sama á sínum tíma með Brentford. Þá fagnaði hann marki gegn Tottenham með því að fagna eins og James Maddison, leikmaður síðarnefnda liðsins. Fékk hann ekki eins harða gagnrýni og Lewis-Skelly.
„Hann er bara að æsa,“ sagði Scholes um Maupay.
Maupay var fljótur að bregðast við þessum ummælum á samfélagsmiðlum.
„Ég er hissa á að Paul Scholes komi nafninu mínu fyrir í munninn á sér með tánum á dóttur sinni.“
Á hann þar við stórfurðulegt myndband af Scholes á sínum tíma, þar sem hann tuggði táneglurnar af dóttur sinni.