Fyrrum landsliðsmaðurin Birkir Már Sævarsson var í dag kynntur til leiks sem leikmaður sænska C-deildarliðsins Nacka.
Birkir er fertugur og yfirgaf Val eftir síðustu leiktíð og flutti til Svíþjóðar. Hann er þó ekki hættur í fótbolta og tekur slaginn með Nacka í sumar.
Birkir þekkir vel til í sænska boltanum, en bakvörðurinn spilaði fyrir stórlið Hammarby frá 2015-2017. Einnig lék hann með norska liðinu Brann í atvinnumennsku.
Birkir á þá að baki yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.