Forráðamenn Crystal Palace virðast meðvitaðir um það Marc Guehi fari frá félaginu næsta sumar þegar hann mun eiga ár eftir af samningi sínum.
Guehi er 24 ára gamall enskur landsliðsmaður og hafa mörg félög reynt að kaupa hann undanfarna mánuði.
Newastle, Tottenham og Chelsea hafa öll sýnt honum áhuga en Guehi ólst upp hjá Chelsea.
Palace er því farið að skoða aðra kosti og er félagið að horfa til Maxime Esteve sem er 22 ára varnarmaður Burnley.
Þá er Rav van den Berg leikmaður Middlesbrough einnig á blaði og félagið farið að undirbúa sig undir það að Guehi fari.