Mauro Icardi framherji Galatsaray og Wanda Nara slitu sambandi sínu í júlí í sumar eftir tíu ára samband. Icardi er 31 árs gamall en Wanda er 37 ára gömul.
Wanda var umboðsmaður Icardi um tíma en hún hefur verið mikið í fréttum fyrir léttklæddar myndir síðustu ár.
Wanda og Icardi eiga tvö börn saman Francesca, 8, og Isabella, 7 ára.
Umboðsmaðurinn fyrrverandi er komin með nýjan kærasta sem er rapparinn, L-Gante. Hann er þekktur rappari í Argentínu og er þrettán árum yngri en Wanda.
Wanda birti myndband af þeim að kyssast á Instagram í gær og kjölfarið greip rapparinn um brjóst hennar.
Þetta umdeilda myndband má sjá hér að neðan.
"Teta":
Por este video que subió Wanda Nara con L-Gante.pic.twitter.com/YyuvpaVK5m
— Tendencias en Argentina (@porqueTTarg) February 10, 2025