Manchester City er komið í 2-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Erling Haaland kom City yfir á 19. mínútu þrátt fyrir að Spánverjarnir hafi byrjað leikinn betur. Kylian Mbappe jafnaði eftir klukkutíma leik en Haaland skoraði annað mark sitt af vítapunktinum á 80. mínútu.
Vítaspyrnuna fékk Phil Foden eftir að hafa lent saman við Dani Ceballos. Margir eru á því að um harðan dóm sé að ræða. Sitt sýnist hverjum, atvikið má sjá hér.