Feyenoord ákvað síðdegis í gær að reka Brian Priske úr starfi knattspyrnustjóra, liðið mætir AC Milan í Meistaradeildinni á morgun.
Gengið í hollensku úrvalsdeildinni voru mikil vonbrigði fyrir forráðamenn Feyenoord.
Priske hafði stýrt Feyenoord frá því á síðasta ári en hann kemur frá Danmörku og hefur mest starfað þar.
Liðið á heimaleik gegn Milan á morgun en ljóst er að líklega verður tímabundinn þjálfari við stjórnvölin í þeim leik.
Leikurinn gegn Milan er fyrri leikurinn í umspili um að komast í 16 liða úrslitin.
🚨🔴⚪️ Feyenoord have sacked the manager Brian Priske, decision made today.
It’s over ahead of UCL Playoff vs AC Milan with Feyenoord working on new coach appointment. pic.twitter.com/uDc1BwRAUJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 10, 2025